Sumarstörf 2019

Starfsemi okkar er fjölbreytt en sameiginlegt markmið allra starfsmanna er að skapa frábærar minningar, bæði fyrir gestina okkar og ekki síður hvert annað.

 

Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum með ríka þjónustulund í hin ýmsu störf í sumar. Um vaktavinnu er að ræða og í boði eru rútuferðir frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ til og frá vinnu í flestum tilfellum. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.

 

Störfin í boði eru:

 

Bláa Lónið

 

Móttökustarfsmenn

- Taka á móti gestum, veita upplýsingar og svara spurningum.

 

Þjónustu- og gæslumenn í klefa

- Gæta að öryggi gesta, veita aðstoð og halda klefum snyrtilegum.

 

Gæslumenn

- Gæta að öryggi gesta ofan í lóni.

 

Gestgjafar

- Sjá um að hámarka upplifun gesta með ýmsum hætti.

 

Nuddarar

- Sjá um að nudda gesti ofan í Bláa Lóninu við einstakar náttúrulegar aðstæður.

 

 

Ræstingar

 

Starfsfólk í þvottahúsi

- Sér til þess að ætíð séu til staðar hrein handklæði og sloppar.

 

Starfsfólk í ræstingum

- Heldur öllum svæðum hreinum og snyrtilegum, bæði á dagvöktum og næturvöktum.

 

 

Verslun

 

Sölufólk í verslunum

- Þjónustar og selur gestum Bláa Lóns húðvörur. Verslanir okkar eru á þremur stöðum; í Bláa Lóninu í Grindavík, á Laugavegi og á Keflarvíkurflugvelli.

 

 

Söludeild

 

Starfsfólk í söludeild

- Veitir ráðgjöf, þjónustu og selur fjölbreytta þjónustu Bláa Lónsins.

 

 

Hótel- og veitingasvið

 

Störf á Silica Hotel

- Margvísleg störf á okkar einstaka Silica Hotel, svo sem móttaka, eldhússtarfsmenn og herbegisþernur.

 

Sölumenn í Blue Café

- Skapa ógleymalegar minningar fyrir gesti okkar með frábærri sölu- og þjónustu í gegnum mat og drykk.

 

Þjónar

- Eru hluti af sterkri liðsheild sem hefur það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu.

 

Eldhússtörf

- Fjölbreytt störf í metnaðarfullu starfsumhverfi.

 

Móttökuþjónusta á The Retreat

- Starfsmenn í móttökuþjónustu bjóða gesti velkomna ásamt því að leggja bílum og ferja farangur til og frá herbergjum. Eru til staðar fyrir gesti og starfsmenn við önnur verkefni.

 

Móttöku- og skrifstofustörf á The Retreat

-Almennt móttökustarf ásamt símsvörun, svörun á tölvupósti og þjónusta við gesti fyrir komu.

 

Gestgjafar á dagvöktum á The Retreat

-Gestgjafar sjá um að dvöl gesta á Retreat verði ógleymanleg upplifun. Gestgjafar gegna mikilvægu hlutverki frá komu gesta til brottfarar með því að bjóða þau velkomin, leiðbeina og ráðleggja á meðan á dvöl stendur.

 

Gestgjafar á næturvöktum á The Retreat

-Gestgjafar sjá um að dvöl gesta á Retreat verði ógleymanleg upplifun. Gestgjafar gegna mikilvægu hlutverki frá komu gesta til brottfarar með því að bjóða þau velkomin, leiðbeina og ráðleggja á meðan á dvöl stendur.

 

Herbergisþernur á The Retreat

- Herbergisþernur sjá um að halda herbergjum, almennum rýmum og vinnusvæðum hreinum og snyrtilegum.

 

 

Retreat Spa

 

Gestgjafar á Retreat Spa

- Gestgjafar sjá um að dvöl gesta á Retreat verði ógleymanleg upplifun. Markmið gestgjafa er að bjóða gesti velkomna og hámarka upplifun með einstakri þjónustu.

 

Snyrtifræðingar á Retreat Spa

- Snyrtifræðingar Retreat framkvæma snyrtimeðferðir fyrir viðskiptavini Bláa Lónsins ásamt því að hámarka upplifun gesta með framúrskarandi þjónustu og kynna Bláa Lóns vörurnar.

 

Nuddarar á Retreat Spa

- Nuddarar á Retreat hámarka upplifun gesta með því að framkvæma fjölbreyttar nuddmeðferðir.

 

Gæslumenn á Retreat Spa

- Gæslumaður gætir að öryggi gesta en samhliða því hlutverki sinnir hann ýmsum öðrum verkefnum.

 

 

Kynntu þér tækifærin og segðu okkur frá þér. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Deila starfi